Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum - fyrirlestrarnir komnir á netið

21.12.2015

Á dögunum bauð ÍSÍ upp á hádegisfund um hagræðingu úrslita og fór hann fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar. Líney Halldórsdóttir framkvæmdastýra ÍSÍ opnaði fundinn og sagði frá þeirri miklu ógn sem stafar af hagræðingu úrslita í íþróttum á heimsvísu. Í máli Líneyjar kom fram að ÍSÍ hefur ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum undirritað sameiginlega yfirlýsingu um baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum (match fixing). Þá hefur samningur Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum verið undirritaður fyrir Íslands hönd. Fyrir nokkru var svo skipaður vinnuhópur um þetta málefni sem á að gera tillögur að vinnulagi og skoða hvernig alþjóðasamningum verði best framfylgt.

Fyrirlesarar á hádegisfundinum voru þeir Pétur Hrafn Sigurðsson deildarstjóri hjá Íslenskri Getspá og Þorvaldur Ingimundarson starfsmaður KSÍ. Pétur Hrafn beindi sjónum sínum að umfangi og aðferðum veðmála í íþróttum og benti á að ólögleg atvik hafa komið upp í íþróttum í nágrannalöndunum og í nokkrum íþróttagreinum eins og tennis, körfubola, handbolta auk knattspyrnunnar. Þorvaldur sagði frá stöðu mála hér á landi og takmarkaða löggjöf bæði hjá íþróttahreyfingunni og í íslenskri sakarlöggjöf gegn þessari vá. Leikir í íslenskri knattspyrnu eru áberandi á erlendum veðmálasíðum þar sem tímabilið er yfir sumartímann þegar fáar deildir eru í gangi. Veðjað er á yngri flokka leiki jafnt sem leiki í meistaraflokki. Íslensk knattspyrna hefur gott orðspor og þess vegna leitast veðmálasíður eftir því að bjóða upp á leiki héðan í meira mæli, sem er að vissu leyti jákvætt en bíður hættunni heim.

Hádegisfundurinn var tekinn upp og má nálgast upptökuna hér.

Myndir með frétt