Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Stofnþing Hnefaleikasambands Íslands

29.09.2015Stofnþing Hnefaleikasambands Íslands (HNÍ) verður haldið miðvikudaginn 30. september kl. 18 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu verður fyrsta stjórn sambandsins kosin.

Á vormánuðum 2002 setti ÍSÍ á stofn nefnd um ólympíska hnefaleika og hefur markmið nefndarinnar verið að hafa umsjón með útbreiðslu og uppbyggingu greinarinnar undir leiðsögn og eftirliti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og að undirbúa stofnun sérsambands um ólympíska hnefaleika.

Ólympískir hnefaleikar eru starfandi í eftirtöldum héraðssamböndum/íþróttabandalögum innan ÍSÍ: Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, Íþróttabandalagi Reykjaness, Íþróttabandalagi Akraness og Ungmennasambandi Kjalarnessþings.

Með stofnun Hnefaleikasambands Íslands verða sérsambönd ÍSÍ orðin 31 talsins.