Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

Norræna skólahlaupið

03.09.2015

Norræna skólahlaupið verður sett í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 4. september 2015 kl. 10:30. Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984. Í ár tengist hlaupið Íþróttaviku Evrópu, verkefni sem Evrópuráðið hefur nýlega hrundið af stað.

Markmiðið með Norræna skólahlaupinu er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Árlega taka 10.000-12.000 grunnskólanemendur frá um 40 skólum á Íslandi þátt í hlaupinu og hlaupa til samans 30 hringi í kringum landið, en hægt er að velja um þrjár vegalengdir 2,5, 5 og 10 kílómetra. Í ár munu um 600 grunnskólanemendur hlaupa fyrir Sunnulækjarskóla á Selfossi.

Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna, ætlar að vera í Sunnulækjarskóla á föstudag og hvetja krakkana áfram í hlaupinu. Mjólkursamsalan, sem hefur styrkt hlaupið frá upphafi, mun gefa krökkunum ískalda mjólk í lok hlaupsins.

Með hlaupinu er leitast við að fá nemendur íslenskra grunnskóla til þess að hreyfa sig reglulega, ásamt því að hvetja til aukinnar meðvitundar um mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Verkefnið nýtur stuðnings ÍSÍ, Mjólkursamsölunnar og Evrópuráðsins, og er í samvinnu við Íþróttakennarafélag Íslands.

Fyrir nánari upplýsingar um Norræna skólahlaupið má hafa samband við sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ:

Ragnhildur Skúladóttir
ragnhildur@isi.is
514-4015