Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Síðasta keppnisdegi lokið í Tbilisi

01.08.2015

Síðasti keppnisdagur var í dag á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Tbilisi í Georgíu. Leikið var til úrslita í boltagreinum og úrslit réðust í ýmsum einstaklingsgreinum. Eini Íslendingurinn sem keppti í dag var Styrmir Dan Steinunnarson, tók hann þátt í spjótkasti þar sem hann kastaði 46.24 m sem er nokkuð frá hans besta.

Í kvöld var svo haldin lokaathöfn leikanna í Ólympíuhátíðarþorpinu þar sem hátíðinni var slitið formlega. Við lokaathöfnina var Gyöd í Ungverjalandi afhentur fáni Ólympínefnda Evrópu en borgin verður gestgjafi næstu leika sem haldnir verða í borginni að tveimur árum liðnum. Við lokaathöfnina voru bornir inn fánar allra fimmtíu þátttökuþjóðanna, fánaberi íslenska hópsins var Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona. Íslenski hópurinn heldur heim á leið á morgun, allir sáttir og glaðir með skemmtilega daga hér í Georgíu. Með fréttinni fylgja myndir af Þórdísi Evu bera íslenska fánann við lokaathöfnina og af Styrmi í atrennuhlaupi í spjótkastinu.

Myndir með frétt