Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Þórdís Eva fimmta í Tbilisi

31.07.2015

Þórdís Eva Steinsdóttir tryggði sér fimmta sæti í 400 metra hlaupi á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar á tímanum 56.24 fyrr í kvöld. Þórdís Eva sem var næst yngst þátttakenda í úrslitahlaupinu tókst að tryggja sér fimmta sætið með góðu hlaupi á betri tíma en í undanrásunum. Mikill hiti er búinn að vera í Tbilisi undanfarna daga og aldrei meiri enn í dag.

Fyrr í dag synti Stefanía Sigurþórsdóttir 200 metra skriðsund og bætti sinn besta tíma þegar hún kom í mark á tímanum 2.14,81. Ólafur Sigurðsson var nokkuð frá sínu besta þegar hann synti 1500 metra skriðsund á tímanum 17.04,02. Þar með hafa allir íslensku þátttakendurnir lokið keppni að undanskildum Styrmi Dan Steinunnarsyni sem keppir í spjótkasti á morgun. Ólympíuhátíðinni verður svo slitið annað kvöld með hátíð í leikaþorpinu. Á myndunum sem fylgir má sjá Þórdísi í úrslitahlaupinu á áttundu braut, Ólaf stinga sér til sunds og Stefaníu á fullri ferð í skriðsundinu.

Myndir með frétt