Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Nýr framkvæmdastjóri HHF kynntur á ársþingi sambandsins

14.05.2015

Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið á veitingastaðnum Hópinu á Tálknafirði þann 29.apríl síðastliðinn.
Vel var mætt á þingið og voru ýmis mál tekin fyrir.  Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem valdir voru íþróttamenn ársins 2014 hjá sambandinu.  Nýr íþróttafulltrúi var kynntur til starfa en hann mun starfa fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp auk þess að vera framkvæmdarstjóri HHF. Páll Vilhjálmsson var valinn úr hópi um 13 umsækjenda en ráðgjafafyrirtækið Attentus aðstoðaði við ráðningarferlið. Páll mun hefja störf þann 1.júní n.k. 
Íþróttamenn HHF eru Saga Ólafsdóttir frá Íþróttafélaginu Herði (ÍH), frjálsíþróttamaður HHF auk þess að vera íþróttamaður HHF árið 2014. Knattspyrnumaður HHF er Einar Jónsson frá ÍH, sundmaður HHF er Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá Ungmennafélagi Tálknafjarðar (UMFT) og Gabríel Ingi Jónsson frá UMFT er körfuknattleiksmaður HHF. 
Engin breyting varð á stjórn HHF en stjórnina skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi og Birna Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi. Varastjórn skipa Heiðar Jóhannsson, Kristrún A. Guðjónsdóttir og Ólafur Byron Kristjánsson. 

Myndir með frétt