Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Skíðaþing á Egilsstöðum

12.05.201568. Skíðaþing Skíðasambands Íslands var haldið í Menntaskólanum á Egilsstöðum laugardaginn 9. maí síðastliðinn.  Fjöldi tillagna lá fyrir þinginu m.a. þó nokkrar lagabreytingartillögur.  Fengu þær umfjöllun í nefndum þingsins og voru svo flestar þeirrar samþykktar, sumar eftir breytingar í meðferð nefnda eða í þingsal.  Nokkrum tillögum var þó vísað til milliþinganefndar sem mun koma með þær betur mótaðar á næsta Skíðaþingi.  Ný afreksstefna sambandsins var samþykkt einróma.  Einar Þór Bjarnason var endurkjörinn formaður sambandsins.  Um 40 fulltrúar sóttu þingið víðs vegar að af landinu.  Sigurður Hólm Freysson úr Skíðafélagi Fjarðabyggðar var heiðraður með silfurmerki Skíðasambandsins.  Fulltrúi ÍSÍ á þingingu var Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  Á myndinni eru frá vinstri Sigurður Hólm Freysson og Einar Þór Bjarnason formaður Skíðasambandsins.