Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.10.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23.11.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
07.12.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
29

Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar tilkynnir fræðsluþjónustu fyrir afreksíþróttafólk

29.04.2015

Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar tilkynnti fyrir skömmu að til stæði að opna fræðsluvefinn The IOC Athlete Learning Gateway þann 28. maí. Fræðsluvefurinn hefur verið í þróun undanfarið ár og hafa yfir 4.000 íþróttamenn og þjálfarar um allan heim aðstoðað við prófun og þróun frumútgáfunnar (MOOC – massive open online course). 
Alþjóðaólympíunefndin hefur lagt mikla vinnu í verkefnið og hafa leiðandi fræðimenn innan íþróttavísinda lagt sitt af mörkum ásamt, þjálfurum, leiðtogum og afreksíþróttafólki úr fremstu röð. Þar hafa Ólympíufarar lagt sitt að mörkum til þjónustunnar m.a. með námskeiðum og ráðstefnum á netinu. Fræðsluefnið er byggt upp á námsþáttum og hverjum námsþætti er skipt upp í nokkur fræðsluerindi. Eftir hvern námsþátt er hægt að taka stutt próf til að rifja upp kunnáttuna og geta þátttakendur hlotið gull, silfur eða brons allt eftir þekkingu á málefninu. Undir hverjum námsþætti er hægt að finna aukaefni fyrir þá sem vilja kafa dýpra.

Þetta verkefni er eitt af mörgum sem knúin eru áfram af umbreytingum Olympic Agenda 2020 og mun koma til með að styrkja og auka stuðning við íþróttafólk hvar sem þau eru stödd á íþróttaferlinum. Fræðsluvefurinn er ókeypis og er ætlunin að veita íþróttafólki, foreldrum, stjórnendum og þjálfurum aðgang að gæða fræðsluefni sem samið er af leiðandi fræðimönnum í samstarfi við afreksíþróttamenn. Vefurinn á að gefa íþróttamönnum tækifæri á að sameina íþróttir og menntun í átt að bjartari framtíð. Hægt er að nálgast frumútgáfuna með því að smella hér. Endurbættur vefur verður svo opnaður 28. maí.

Hér er upptalning á þeim námsþáttum sem eru nú þegar í boði á fræðsluvefnum:
From Athlete to Coach
Sports Media – Creating Your Winning Profile
How to be a Successful Leader
Competing with Integrity
How to Avoid Injury and Illness
Sports Psychology – The Winning Mindset
Sport Technology – On and Behind the Stage
Knowlegde is Golden
Cardiovascular Responses to exercise
Smarter Eating for Better Performance
Athlete Career Transition
Can Champions be Made?