Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
3

Nýtt starfsfólk ÍSÍ

10.03.2015ÍSÍ hefur ráðið þær Brynju Guðjónsdóttur og Hrund Þorgeirsdóttur í tímabundin verkefni við undirbúning og framkvæmd Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða hér á landi dagana 1.-6. júní. Brynja mun sinna starfi verkefnastjóra sjálfboðaliða í kringum Smáþjóðaleikana 2015 og Hrund mun vinna að undirbúningi samgöngumála fyrir leikana sem og við skráningar- og hótelmál.
Brynja hefur unnið í íþróttahreyfingunni alla sína starfsævi og starfað síðustu ár á skrifstofu Íþróttabandalags Reykjavíkur. ÍBR, sem er samstarfsaðili ÍSÍ við undirbúning og framkvæmd Smáþjóðaleikanna, var viljugt til að lána Brynju til ÍSÍ tímabundið til að vinna að sjálfboðaliðaverkefni Smáþjóðaleikanna.
Hrund þekkir hreyfinguna einnig mjög vel en hún var meðal annars framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands um árabil.

ÍSÍ býður Brynju og Hrund hjartanlega velkomnar til starfa hjá ÍSÍ og óskar þeim velfarnaðar í starfi.