Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Ný afreksstefna SÍL samþykkt á ársþingi sambandsins

25.02.2015

Ársþing Siglingasambands Íslands var haldið laugardaginn 21.febrúar síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingforseti var Gísli Árni Eggertsson frá ÍTR og fyrrum stjórnarmaður SÍL. Mæting á þingið var heldur slök en fyrir þinginu lá meðal annars að samþykkja nýja afreksstefnu fyrir siglingaíþróttina. Var hún samþykkt með breytingum en einnig var samþykkt mótaskrá fyrir árið 2015 og dagsetningar fyrir árið 2016. Fyrir þinginu lá einnig gátlisti fyrir mótahald og leiðbeiningar fyrir keppnisstjórn. Sá listi verður settur á vefsíðu SÍL á næstu dögum.  Úlfur Hróbjartsson var endurkjörinn formaður sambandsins.

Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ ávarpaði þingið en Helga Steinunn og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu.