Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Samráðsfundur mennta- og menningarmálaráðherra, forystu ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍ

12.02.2015

 

llugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra efndi til samráðsfundar með forystu Íþrótta- og Ólympíusambandsins og sérsamböndum ÍSÍ 10. febrúar síðastliðinn í húsnæði ráðuneytisins. Í upphafi fundarins undirrituðu ráðherra og Lárus L. Blöndal forseti ÍSI samninga við ÍSÍ um rekstrarframlag til ÍSÍ, um stuðning við sérsamböndin, um Afrekssjóð ÍSÍ og um Ferðasjóð íþróttafélaga.
Til umfjöllunar á fundinum voru málefni sem varða íþróttahreyfinguna í heild og þó sérstaklega starf sérsambanda ÍSÍ. Ráðherra fór yfir stöðu þeirra mála sem nú er unnið að í ráðuneytinu er varða íþróttir s.s. lyfjaeftirlit, Smáþjóðaleika og sáttmála um baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum. Hann greindi einnig frá að innan skamms væri að vænta niðurstöðu skýrslu um hagræn áhrif íþrótta sem unnið er að í Háskóla Íslands.  Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ fór í stórum dráttum yfir starf ÍSÍ jafnframt afhenti hann ráðherra gögn með upplýsingum m.a. um framlag ríkisins til íþróttamála og þá sérstaklega er snúa að sérsamböndum og þá framtíðarsýn  sem hafa þarf að leiðarljósi svo efla megi starf þeirra. Þá greindi Lárus frá því að nú er verið að vinna að úttekt á hver raunkostnaður er vegna þátttöku í afreksstarfi.
Auk þess voru tekin fyrir eftirfarandi fundarefni sem formenn sérsambanda fylgdu úr hlaði; skattaumhverfi íþróttahreyfingarinnar – Geir Þorsteinsson formaður Knattspyrnusambands Íslands, aðstöðumál vegna landsliða sérsambanda ÍSÍ – Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands, skóli og íþróttir – Hörður J. Oddfríðarson formaður Sundsambands Íslands og hlutverk og rekstur sérsambanda – Þórarinn Már Þorbjörnsson formaður Keilusambands Íslands og Jóhann Másson formaður Júdósambands Íslands.
Um þessi fundarefni spunnust góðar og gagnlegar umræður og voru fyrirheit ráðherra um að fylgja eftir þeim ábendingum sem fram komu.

Myndir með frétt