Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Sigurjón endurkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins

21.01.2015Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 17. janúar sl.  Sigurjón Pétursson var endurkjörinn formaður sambandsins. Aðrir stjórnarmenn voru ekki í kjöri. Í varastjórn til eins árs voru kosin þau Einar Már Rikarðsson, Árdís Ósk Steinarsdóttir og Jón Sævar Brynjólfsson.
Uppgangur hefur verið í kraftlyftingaíþróttinni síðustu ár og góð afrek verið unnin af afreksíþróttafólki í íþróttinni. Félögum og deildum hefur fjölgað á landsvísu og útbreiðsla íþróttarinnar gengið vel.

Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.