Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Golfklúbburinn Kjölur fyrirmyndarfélag ÍSÍ

16.12.2014Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ fékk endurnýjun viðurkenningar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi klúbbsins fimmtudaginn 11. desember síðastliðinn.  Klúbburinn hafði skilað inn öllum tilskyldum gögnum til ÍSÍ og uppfært handbók sína þessa efnis.  Það var Jón Gestur Viggósson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og jafnframt stjórnarmaður í stjórn Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti formanni klúbbsins Guðjóni Karli Þórissyni viðurkenninguna.  Guðjón Karl var endurkjörinn formaður á fundinum eins og reyndar stjórnin öll.  Myndin er af þeim Guðjóni Karli til vinstri og Jóni Gesti.