Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
21

Úrslit Hjólað í vinnuna

28.05.2014

Heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna lauk í gær. Keppnisdagar voru fimmtán og á þeim tíma voru hjólaðir 734.946 km eða 548,88 hringir í kringum landið. 567 (645) vinnustaðir skráðu 1248 (1388) lið til leiks með 9145 (7.837) liðsmenn. Í kílómetrakeppninni voru 487 (781) lið skráð til leiks. Til gaman má geta að með verkefninu sparaðist um 118 tonn af útblæstri CO2 og rúmlega 70 þúsund lítrar af eldsneyti. Ferðamáti var í 89,1% (91%) á hjóli. 

Í kílómetrakeppninni fyrir heildarfjölda kílómetra vann liðið Spartans hjá Nýherja hf. með 6503,4 km. Í öðru sæti var liðið 12 Vindstig hjá Veðurstofu Íslands með 6010,38 km. Í þriðja sætu var liðið Jón Sigurðsson hjá Verkís með 5113,83 km. Í kílómetrakeppninni fyrir hlutfall kílómetra vann liðið Farfuglarnir hjá Isavia með einungis þrjá liðsmenn, en hlutfallið var 943,64. Í öðru sæti var liðið Spartans hjá Nýherja hf (929,06) og í þriðja sæti var liðið Hjólahjörtun hjá Advania (798,91). Í vinnustaðakeppninni var keppt um flesta þátttökudaga og má sjá nánari úrslit á www.hjoladivinnuna.is.

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna verður haldin í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins klukkan 12:10 – 13:00 miðvikudaginn 4. júní. Þangað eru allir velkomnir. Þeir sem ætla að mæta eru beðnir um að skrá sinn vinnustað og fjölda sem mætir og senda á netfangið hjoladivinnuna@isi.is. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfall daga. Í kílómetrakeppninni eru þremur efstu liðunum veitt verðlaun fyrir annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra.