Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Ársþingi UÍF lokið

26.05.2014

Fimmta ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) var haldið að Íþróttamiðstöðinni að Hóli, Siglufirði þann 22. maí sl., en UÍF var stofnað 25. maí 2009 með sameiningu ÍBS og UÍÓ.

Alls voru 25 þingfulltrúar mættir af 39 sem áttu rétt til setu á þinginu. Sigurður Hörleifsson var þingforseti og stýrði þessu 5 ára afmælisþingi. Farið var yfir starfsamt ár í skýrslu stjórnar og ljóst er að mikil og góð vinna hefur átt sér stað frá sameiningu þessara tveggja sambanda. Fjárhagur UÍF er traustur en sambandið varð fyrir miklu áfalli þegar kviknaði í Íþróttamiðstöðinni að Hóli á síðasta ári. Með samtakamætti sambandsaðila er nú verið að koma Íþróttamiðstöðinni í samt lag.

Guðný Helgadóttir var einróma endurkjörin formaður UÍF. Þá voru endurkosnir sem aðalmenn í stjórn til tveggja ára þeir Sigurður og Sigurpáll Gunnarssynir og í varastjórn voru kosin þau Óskar Þórðarsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir.

Friðrik Einarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.