Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
21

Nýtt frjálsíþróttahús í Kaplakrika

20.05.2014

Sunnudaginn 18. maí var nýtt og glæsilegt frjálsíþróttahús í Kaplakrika vígt. Tilkoma frjálsíþróttahússins, sem er bjart og einstaklega vel heppnað, er mikill áfangi fyrir frjálsíþróttir og íslenskt frjálsíþróttafólk. Margt var um manninn á vígsluhátíðinni og átti fólk þar ánægjulega stund. Gestir og íþróttafólk tók þátt í að hlaupa, ganga eða skokka vígsluhringinn og augljóst var að öllum leist vel á nýju aðstöðuna. Á eftir athöfninni hófst fyrsta frjálsíþróttamótið í húsinu. Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ við vígslu hússins og færði FH áletraðan platta að gjöf frá sambandinu í tilefni dagsins. ÍSÍ óskar FH og Hafnafjarðarbæ til hamingju með vel heppnað hús, sem og öllum þeim sem koma til með að nýta sér þessa frábæru aðstöðu. 

Myndir með frétt