Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Nýr starfsmaður ÍSÍ

20.05.2014

ÍSÍ hefur ráðið Birgi Sverrisson í starf verkefnastjóra lyfjamála. 

Birgir er með BS gráðu í íþróttastjórnun frá Coastal Carolina háskólanum í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann er að ljúka við meistaragráðu í sömu fræðum. Birgir þekkir íþróttahreyfinguna vel, hann hefur starfað við íþróttir hér og erlendis.

Birgir mun hafa umsjón með lyfjaeftirlitsmálum ÍSÍ en Örvar Ólafsson, sem gegnt hefur því starfi um árabil, hefur skipt um starfsvettvang hjá ÍSÍ og mun nú sinna verkefnum á Afreks- og ólympíusviði ÍSÍ.

Birgir er boðinn hjartanlega velkominn til starfa hjá ÍSÍ og óskað velfarnaðar í starfi.