Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

25. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ - Þema ársins

09.05.2014Undirbúningur fyrir 25. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er í fullum gangi og verður það haldið laugardaginn 14. júní 2014. Þema ársins í ár er að benda á mikilvægi hreyfingar fyrir alla. 

ÍSÍ vill hvetja konur á öllum aldri til þess að setja sér markmið og hefja undirbúning 5 vikum fyrir hlaup. Martha Ernstdóttir sjúkraþjálfari og áhugamanneskja um heilbrigðan og skynsamlegan lífsstíl, hefur útbúið æfingaáætlanir og annað stuðningsefni sem allir geta nýtt sér, byrjendur og lengra komnir. Hægt er að nálgast allt efni inn á nýrri heimasíðu verkefnisins www.kvennahlaup.is en þar er einnig að finna lista yfir göngu- og hlaupahópa sem taka þátt í þessu verkefni með okkur.