Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.03.2023 - 26.03.2023

Ársþing LSÍ 2023

Ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) verður...
27

Hestamannafélagið Hörður Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

30.04.2014Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl síðastliðinn.   Um var að ræða endurnýjun viðurkenningarinnar en félagið útskrifaðist fyrst sem Fyrirmyndarfélag árið 2008.  Þennan dag var félagið með hinn ágæta viðburð Lífstöltið sem í raun er söfnunarátak fyrir kvennadeild Landsspítalans.  Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti viðurkenninguna.  Á myndinni eru þær Sigríður Jónsdóttir og Jóna Dís Bragadóttir formaður Hestamannafélagsins Harðar.