Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Hermundur heiðraður á ársþingi HSH

09.04.2014

Þing HSH var haldið á Hótel Hellissands 3 apríl. Þingið var áður dagsett 20. mars en því þurfti að fresta vegna veðurs.  Þingið var starfsamt og meðal ályktana voru áskoranir til ÍSÍ og UMFÍ um að halda áfram með þátttöku í Ánægjuvoginni. Einnig var samþykkt áskorun á mennta og menningarmálaráðuneytið um að efla Ferðasjóð íþróttafélaga og að koma á rekstarstyrk til íþróttahéraða. Þingforseti var Kjartan Páll Einarsson og ritarar voru María Valdimarsdóttir og Harpa Jónsdóttir

Garðar Svansson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.  Hann ávarpaði þingið og flutti kveðjur frá stjórn og starfsfólki ÍSÍ.  Hermundur Pálsson, fráfarandi formaður HSH, var við þetta tækifæri sæmdur Silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Framboð til formanns var dregið til baka á þinginu og var ákveðið að halda framhaldsþing til að uppfylla kjör formanns og stjórnar. Auk Hermundar gekk Garðar Svansson úr stjórn.  Kristján Magni Oddsson, Sólberg Ásgeirsson og Elín Kr. Halldórsdóttir sitja í stjórn sambandsins en uppstillinganefnd, ásamt stjórn, var falið að koma með tillögur innan þriggja vikna um framboð til formanns og eins stjórnarmanns.