Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.03.2023 - 26.03.2023

Ársþing LSÍ 2023

Ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) verður...
26

Benóný sæmdur Silfurmerki ÍSÍ á ársþingi HSK

10.03.2014

Ársþing HSK var haldið á Borg í Grímsnesi laugardaginn 8. mars síðastliðinn.  Um 115 þingfulltrúar og gestir mættu til þings sem teljast má góð mæting með hliðsjón af veðurfari. Íþróttafólk úr þeim 22 íþróttagreinum sem stundaðar eru innan vébanda HSK  var heiðrað og úr þeim hópi var Guðmunda Brynja Óladóttir knattspyrnukona frá Selfossi valin Íþróttamaður HSK 2013.

Guðríður Aadnegard var endurkjörin formaður HSK en aðrir í stjórn sambandins eru Örn Guðnason varaformaður, Guðmundur Jónasson gjaldkeri, Bergur Guðmundsson ritari og Fanney Ólafsdóttir meðstjórnandi.  Í varastjórn HSK sitja Anný Ingimarsdóttir, Gestur Einarsson og Jóhannes Óli Kjartansson.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Gunnar Bragason gjaldkeri, sem ávarpaði þingið, og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir.  Við þetta tækifæri var Benóný Jónsson stjórnarmaður í frjálsíþróttaráði HSK og varaformaður Frjálsíþróttasambandsins heiðraður með Silfurmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar.