Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.03.2023 - 26.03.2023

Ársþing LSÍ 2023

Ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) verður...
24

Erla og Helga María stóðu sig vel í sviginu

22.02.2014

Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir luku keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í gær þegar þær tóku þátt í svigi kvenna. Helga María lenti í 34. sæti og Erla í 36. sæti og geta þær svo sannarlega vel við unað. Aðstæður voru erfiðar í brautinni og mikið brottfall, sérstaklega í fyrri ferðinni en þá féllu 27 keppendur úr leik. 

Sigurvegari í svigkeppninni var Mikaela Shiffrin, 18 ára stúlka frá Bandaríkjunum.