Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Undirritun samstarfssamninga til 2016

07.01.2014

Þann 28. desember síðastliðinn voru undirritaðir samstarfssamningar á milli ÍSÍ og þeirra fjögurra fyrirtækja sem staðið hafa að Ólympíufjölskyldu ÍSÍ undanfarin ár.  Það eru fyrirtækin Icelandair, Íslandsbanki, Sjóvá og Valitor. Hafa þau öll samþykkt að vera samstarfsaðilar ÍSÍ fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016.

Stuðningur fyrirtækjanna sem mynda Ólympíufjölskyldu ÍSÍ er afar mikilvægur en fyrirtækin koma á ýmsan hátt að verkefnum ÍSÍ, bæði almenningsíþróttaverkefnum og afreksíþróttastarfi. 

Meðfylgjandi mynd er tekin við undirritun samninganna en á henni má sjá, frá vinstri, Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, Viðar Þorkelsson forstjóra Valitor, Jón Guðna Ómarsson fjármálastjóra Íslandsbanka, Þorvarður Guðlaugsson svæðisstjóri hjá Icelandair, Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá og Lárus L. Blöndal forseta ÍSÍ.