Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Körfuknattleiksdeild Tindastóls Fyrirmyndardeild ÍSÍ

18.12.2013Körfuknattleiksdeild Tindastóls fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ rétt fyrir stórleik liðsins í mfl. karla við nágrannana í Þór frá Akureyri föstudaginn 13. desember síðastliðinn.  Mikil stemning var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki enda leikmenn og dómarar komnir á völlinn og klárir til að hefja leik.  Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti formanni körfuknattleiksdeildarinnar Stefáni Jónssyni viðurkenninguna.  Á myndinni eru ungir körfuboltaiðkendur deildarinnar og fyrir aftan þá eru Hafdís Einarsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Eiríkur Loftsson og Stefán Jónsson sem heldur á viðurkenningunni.