Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Ólympíuhópur – Sochi 2014

06.09.2013Eftir fimm mánuði fara Vetrarólympíuleikar fram í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf.

Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur tilnefnt Ólympíuhóp sambandsins, en hann skipa þeir íþróttamenn sem eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á leikunum og taka þátt í landsliðsverkefnum SKÍ á komandi vetri. 

Í alpagreinum skíðaíþrótta er um að ræða landsliðshóp SKÍ sem er skipaður 7 íþróttamönnum.  Búist er við því að Ísland eigi fjóra keppendur í alpagreinum á leikunum í Sochi, en það er sami fjöldi og fór til Vancouver árið 2010.

Í skíðagöngu stefna tveir aðilar á að tryggja sér keppnisrétt á leikana en miðað við þátttökureglur má búast við að Ísland fái eingöngu að senda einn keppanda í skíðagöngu.

Væntingar eru einnig til þess að Ísland eigi keppanda í snjóbrettum, en það mun koma í ljós á komandi keppnistímabili.

Í sumar boðaði Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ til fundar með þeim íþróttamönnum sem skipa landsliðshóp SKÍ í alpagreinum, foreldrum þeirra og fulltrúum SKÍ.  Á þeim fundi var fjallað um fjölmörg atriði er snúa að þátttöku Íslands og undirbúning og var meðfylgjandi mynd af íþróttafólkinu tekin við það tilefni.  Í framhaldinu hafa verið haldnir fundir með keppendum í skíðagöngu og á snjóbretti.

Ljóst er að þátttaka Íslands verður meiri á komandi leikum an hún hefur verið á síðustu leikum, þar sem keppendur verða í tveimur til þremur íþróttagreinum og jafnframt fleiri en áður.  Um miðjan janúar 2014 gefur Alþjóðaskíðasambandið (FIS) út hvaða íþróttamenn hafa unnið sér þátttökurétt, og/eða hvað marga íþróttamenn hver þjóð má senda á leikana.  Skíðasamband Íslands mun á þeim tímapunkti leggja til við framkvæmdastjórn ÍSÍ hvaða íþróttamenn eiga að skipa íslenska hópinn og er það svo framkvæmdastjórnar ÍSÍ að ákveða endanlega hvaða aðilar skipa hóp íslenskra þátttakenda á leikunum í Sochi 2014.

 

Eftirtaldir íþróttamenn skipa Ólympíuhópinn 2014:

Brynjar Jökull Guðmundsson, Alpagreinar

Brynjar Leó Kristinsson, Skíðaganga

Einar Kristinn Kristgeirsson, Alpagreinar

Erla Ásgeirsdóttir, Alpagreinar

Freydís Halla Einarsdóttir, Alpagreinar

Halldór Helgason, Snjóbretti

Helga María Vilhjálmsdóttir, Alpagreinar

Jakob Helgi Bjarnason, Alpagreinar

María Guðmundsdóttir, Alpagreinar

Sævar Birgisson, Skíðaganga