Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.03.2024 - 09.03.2024

Ársþing HHF 2024

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF)...
4

Heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

16.08.2013

Almenningsíþróttasvið ÍSÍ hefur það meðal annars að markmiði að efla hreyfingu og heilbrigða lífshætti hjá landsmönnum á öllum aldri.

Helstu verkefni sviðsins veturinn 2013 – 2014 eru : Göngum í skólann, hvatning til grunnskóla sem stendur yfir frá 4. september – 3. október. Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fer fram í fyrsta skipti dagana 16. – 20. september í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna sem stendur yfir frá 16. – 22. september. Lífshlaup framhaldsskólanna fer fram í annað skiptið dagana 3. – 16. október en vinnustaða- og grunnskólakeppni Lífshlaupsins hefst 5. febrúar.  Hjólað í vinnuna rúllar af stað í tólfta sinn 7. maí og Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í júní en Kvennahlaupið verður 25 ára árið 2014.

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á heimasíðum þeirra og hér á heimasíðu ÍSÍ undir Almenningsíþróttasvið.