Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.05.2024 - 27.05.2024

Ársþing ÍRB 2024

Ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB)...
25

Einstaklingskeppni Lífshlaupsins

18.07.2013

Einstaklingskeppni Lífshlaupsins er í gangi allt árið og geta einstaklingar skráð sig til leiks hvenær sem er.

Sem hvatningu veitir Íþrótta- og Ólympíusambandið brons-, silfur-, gull- og platínumerki í verðlaun til þeirra sem náð hafa ákveðnum fjölda daga í hreyfingu. Í einstaklingsskráningunni er hægt að halda dagbók um t.d. matarvenjur og líkamsástand.

11. júlí fengu þeir einstaklingar sem hafa hreyft sig daglega frá 2. febrúar, eða í 156 daga, a.m.k. 30 mínútur á dag, silfurmerki Lífshlaupsins. Nú hafa 410 einstaklingar fengið sent til sín bronsmerki.

Nánari upplýsingar um einstaklingskeppnina er að finna á www.lifshlaupid.is eða með því að smella hér.