Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Síðustu leikar dr. Jacques Rogge í embætti

16.07.2013

Dr. Jacques Rogge, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar - IOC, mun láta af embætti forseta síðar á þessu ári.  Sumarleikar Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar, sem fara í Utrecht í Hollandi þessa dagana eru síðustu leikarnir sem Rogge mætir til sem forseti IOC og af því tilefni var haldin látlaus athöfn honum til heiðurs í Ólympíuþorpi 1 í Utrecht í gær.  Þar komu saman fulltrúar allra þátttökuþjóðanna og mynduðu þeir bakgrunn fyrir afhendingu á gjöf til Rogge í kveðjuskyni.  Það var Patrick Hickey, forseti Evrópusambands ólympíunefnda sem afhenti Rogge gjöfina sem var fallegt málverk.

Fulltrúi ÍSÍ við athöfnina var Egill Ásbjörnsson Blöndal, sem keppir í júdó fyrir Íslands hönd á leikunum.  Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, var viðstaddur athöfnina.