Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Þorvaldur Jóhannsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ

01.07.2013

Íþróttafélagið Huginn fagnaði 100 ára afmæli sínu um síðastliðna helgi.   Í tilefni af afmæli félagsins samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ að veita Gullmerki ÍSÍ til Þorvaldar Jóhannssonar.  Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ afhenti Þorvaldi merkið á afmælishátíð félagsins en mikið var um dýrðir á Seyðisfirði í tilefni þessara tímamóta.

Þorvaldur var um áratuga skeið forsvarsmaður skíðamála hjá Huginn en hann hefur alla tíð verði íþróttaiðkandi og stundaði sjálfur fjölmargar greinar.  Í seinni tíð hefur aðaláhersla hans verið á skíði og golf.

Þorvaldur var formaður Hugins frá 1968 til 1971.  Hann hefur beitt sér mikið fyrir uppbyggingu íþróttaaðstöðu á Seyðisfirði og komið með margvíslegum hætti að íþróttastarfinu sem íþróttakennari, íþróttaforystumaður og bæjarstjóri.  Þar má nefna skíðaastöðu í samvinnu við Héraðsmenn, byggingu nýs íþróttahúss og endurbætur á knattspyrnuvellinum. 

Þorvaldur veitir nú formennsku í ritnefnd veglegs afmælisrits í tilefni af 100 ára afmæli Hugins.  Hann er glæsilegur fulltrúi þess mikla starfs sjálfboðaliða sem einkennt hafa öflugt íþrótta- og félagslíf á Seyðisfirði undanfarna áratugi.