Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.03.2024 - 09.03.2024

Ársþing HHF 2024

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF)...
26

Árangursríkt Lífshlaup

01.03.2013Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fór fram í dag. Fulltrúar frá 12 skólum tóku á móti verðlaunum fyrir frammistöðu sína í grunnskólakeppninni þar sem keppt var um fjölda daga. Einnig tóku fulltrúar frá 33 vinnustöðum á móti sínum verðlaunum fyrir frammistöðu sína í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins þar sem keppt var um að ná að hreyfa sig í sem flestar mínútur þann 21 dag sem keppnin stóð yfir.

Nýtt þátttökumet var slegið í ár þar sem um 21.400 þátttakendur frá 471 vinnustað og 49 skólum hreyfðu sig í samtals 205.209 daga í 13.347.701 mínútur.

Í grunnskólakeppninni skráðu 49 (41) skólar, 545 (467) bekki með 8.198 (8.237) nemendur til leiks. Í vinnustaðakeppninni voru 471 (455) vinnustaður 1648 (1539) lið og 12. 492 (11.702) liðsmenn. Í einstaklingskeppninni eru 710 (939) einstaklingar að skrá á sig hreyfingu. Tölurnar innan sviga eru frá 2012.

Sú tegund hreyfingar sem var vinsælust meðal þátttakenda var ganga með 27,56%, líkamsrækt er með 8,97%, skíði með 5,02%, sund með 4,21% og knattspyrna með 3,79%.

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá verðlaunaafhendingunni. 

Myndir með frétt