Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

UMSK veitir viðurkenningar

20.11.2012

Ungmennasambands Kjalarnesþings fagnaði 90 ára afmæli sínu í gær með kaffisamsæti í Fagralundi í Kópavogi.  Við það tækifæri voru veittar viðurkenningar til einstaklinga sem unnið hafa í langan tíma innan aðildarfélaganna og UMSK og gert stórátak í félagsstörfum. Fjórir einstaklingar fengu gullmerki UMSK, þau Logi Kristjánsson - Breiðabliki, Ingibjörg Hinriksdóttir - Breiðabliki,  Þorsteinn Einarsson - HK og Hlynur C. Guðmundsson - Aftureldingu.  Átta einstaklingar fengu silfurmerki UMSK, þau Andrés Pétursson - Breiðabliki, Skúli Skúlason - Golfklúbbnum Kili, Lárus Blöndal - Stjörnunni, Eysteinn Haraldsson - Stjörnunni, Lovísa Einarsdóttir - Stjörnunni, Páll Grétarsson - Stjörnunni, Guðrún Kristín Einarsdóttir - Aftureldingu og Bóel Kristjánsdóttir - Aftureldingu.  

Forseti ÍSÍ ávarpaði samkomuna og afhenti formanni UMSK áritaðan platta og blómvönd. Auk hans voru Lárus Blöndal varaforseti ÍSÍ, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir og Hafsteinn Pálsson úr stjórn ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ fulltrúar ÍSÍ í samsætinu.