Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Fundur norrænna íþróttasambanda og ólympíunefnda

24.09.2012

Árlegur fundur norrænna íþróttasambanda og ólympíunefnda var haldinn á Hótel Örk í Hveragerði dagana 13.-16. september sl.  Fulltrúar mættu frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Grænlandi, Færeyjum og Álandi.  Almenn ánægja var með fundinn en þar voru rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál íþrótta- og ólympíuhreyfingarinnar á Norðurlöndum.  Í frítímanum á milli fundahalda var umhverfi Hveragerðis skoðað undir leiðsögn Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra í Hveragerði og einnig var farið með hópinn inn í Þórsmörk í blíðskaparveðri.  Myndin sem hér fylgir er tekin af hópnum við Seljalandsfoss á leið í Þórsmörk.

Á fundinum voru ÍSÍ afhentar góðar gjafir frá nokkrum af norrænu samböndunum í tilefni 100 ára afmælisárs ÍSÍ í formi bóka og fallegra listmuna.