Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.03.2023 - 26.03.2023

Ársþing LSÍ 2023

Ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) verður...
26

Ólympíuleikar ungmenna - Innsbruck 2012

06.12.2011Þann 13. janúar 2012 verða fyrstu Vetrarólympíuleikar ungmenna formlega settir í Innsbruck í Austurríki.

Ísland mun eiga tvo keppendur í alpagreinum skíðaíþrótta og einn í skíðagöngu.  Hefur Skíðasamband Íslands tilnefnt þau Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur og Jakob Helga Bjarnason sem keppendur í alpagreinum á leikunum.  Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest þá tilnefningu á fundi sínum fyrr í vetur.

Þá hefur ÍSÍ fengið staðfest eitt sæti í skíðagöngu pilta.  Skíðasamband Íslands hefur þegar tilnefnt Gunnar Birgisson sem keppanda í skíðagöngu á leikunum, en framkvæmdastjórn ÍSÍ mun á fundi sínum fimmtudaginn 8. desember nk. staðfesta endanlegan hóp keppenda og fylgdarmanna á leikunum.

Á leikunum munu rúmlega 1.000 keppendur á aldrinum 14 - 18 ára frá meira en 60 löndum keppa í 15 vetraríþróttum.  Leikarnir hefjast föstudaginn 13. janúar og þeim lýkur sunnudaginn 22. janúar.