Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

05.12.2024

 

Dagur sjálfboðaliðans verður 5. desember. ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og fagna deginum.

Klukkan 15:00 verður stutt málþing:
Íþróttaeldhugi ársins 2023, Guðrún Kristín Einarsdóttir segir sögu sína af sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna
Jónas Hlíðar Vilhelmsson, formaður Fálka, feðraklúbbs í Val, segir frá starfi Fálkanna
Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Þróttar Vogum, segir frá því hvað þátttaka í sjálfboðastarfi hefur gefið henni

Vöfflukaffi kl.16 í boði Vilko og Mjólkursamsölunnar. Með þessu vilja ÍSÍ og UMFÍ vekja athygli á ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða til íþróttastarfsins, en án þeirra gengi starfið einfaldlega ekki upp.

Takk sjálfboðaliðar!