Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.03.2023 - 23.03.2023

Ársþing HSK 2023

Ársþing Héraðsambandsins Skarphéðins (HSK)...
23

Þjálfari 3

Fimm vikna námskeið í fjarnámi.

Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 20 ár. Þarf að hafa lokið öðru þjálfarastigi. Eins árs starfsreynsla frá því að þjálfarastigi tvö var lokið.

Skilgreining: Að loknu þessu stigi á þjálfarinn að geta tekið að sér að skipuleggja og útfæra þjálfun hjá félagi eða deild. Hann á að geta tekið að sér þjálfun yngri landsliða og kennt á námskeiðum hjá sérsamböndum og ÍSÍ.

Uppbygging náms: Námið skiptist í almennan hluta (33,3%) og sérgreinahluta (66,7%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 40 í almenna hlutanum og 80 í sérgreinahlutanum.

Skipulag:
Námið er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Framboð náms á 3. stigi fer svo eftir eftirspurn hverju sinni. (Ath. Skipulag getur verið með ýmsum hætti en fjarnám er algengasta formið á náminu. Nánari upplýsingar veitir Viðar Sigurjónsson, vidar@isi.is).

Þegar menntun er sótt innan íþróttahreyfingarinnar getur sérsamband séð um allt námskeiðið, haft samstarf við önnur sérsambönd um kennslu almenna hlutans eða látið nemendur sækja þann hluta hjá ÍSÍ.


Almennur hluti 33,3%

• Að mestum hluta fyrirlestrar.
• Starfsemi líkamans.
• Orkubúskapur líkamans, orkuferlin og notkun þeirra við mismunandi vinnu, þjálfun í hita og kulda, prófanir á íþróttafólki.
• Sálarfræði.
• Hugarþjálfun, stjórnunaraðferðir.
• Kennslu- og aðferðafræði
• Samspil álags og hvíldar, uppbygging tímabils með tilliti til þess að ná hámarksárangri á ákveðnum tíma. Stjórnunaraðferðir og samskipti.
• Samhæfing og tækni.
• Jafnvægi, hrynjandi, viðbragð, rúmskyn, gróf og fín samhæfing, sjálfvirkni.
• Íþróttameiðsli.
• Algeng íþróttameiðsli, nudd, teipingar.Námsmat
• Skriflegt próf


Námsefni
• Gjerset, Haugen og Holmstad. Þjálffræði. Iðnú 1998.Sérgreinahluti 66,7%

• Verklegt og bóklegt.
• Tækni.
• Leikfræði/taktík.
• Þjálfunaraðferðir.
• Hreyfingarfræði.
• Reglur/mótafyrirkomulag.


Námsmat
• Skriflegt próf.
• Verkefnavinna.
• Verklegt próf.