Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Þjálfari 2

Fimm vikna námskeið í fjarnámi.


Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 18 ár. Viðkomandi þarf að hafa lokið fyrsta þjálfarastigi og vera með sex mánaða starfsreynslu frá því að þjálfarastigi 1 var lokið. Að auki þarf viðkomandi að hafa gilt skyndihjálparnámskeið.


Skilgreining: 

•Að loknu þessu stigi á þjálfarinn að geta þjálfað unglinga og fullorðna sem hafa árangur í keppni að markmiði. Til þess þarf hann að hafa haldgóða þekkingu á starfsemi líkamans og skipulagi þjálfunar til lengri og skemmri tíma. Hann þarf að hafa undirstöðuþekkingu á hreyfingarfræði og kunna grunnatriði í sálfræði íþrótta.

•Þjálfarinn þarf að hafa fengið þjálfun í að tjá sig og koma fram fyrir framan hóp af fólki.

•Þjálfarinn þarf að hafa góða þekkingu á tækni, leikfræði og reglum í séríþróttagrein. Auk þess þarf hann að kunna skil á helstu þjálfunaraðferðum viðkomandi greinar.


Uppbygging náms: Námið skiptist í almennan hluta (33,3%) og sérgreinahluta (66,7%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 40 í almenna hlutanum og 80 í sérgreina-hlutanum.


Skipulag: Námið er allt í fjarnámi í almenna hlutanum, engar staðbundnar lotur. Vorönn, sumarönn og haustönn. (Ath. Skipulag getur verið með ýmsum hætti en fjarnám er algengasta formið á náminu.


Þegar menntun er sótt innan íþróttahreyfingarinnar getur sérsamband séð um allt námskeiðið, haft samstarf við önnur sérsambönd um kennslu almenna hlutans eða látið nemendur sækja þann hluta hjá ÍSÍ.



Almennur hluti 33,3%

•Að mestum hluta fyrirlestrar (ath. fjarnám).

•Starfsemi líkamans.

•Viðbrögð við þjálfun og aðlögun. Bygging og starf helstu beina og vöðva, næring.

•Viðbragðs- og hraðaþjálfun. Hreyfingarfræði. Aflfræði vöðvastarfs, innri og ytri kraftar.

•Skipulag þjálfunar.

•Kröfur íþróttagreina, grundvallarhugtök fyrir þjálfun, tímabilaskipting.

•Stjórnun, raddbeiting, fundarsköp og ræðumennska. Stjórnunarhættir.

•Notkun margmiðlunartækni í þjálfun.

•Sálfræði.

•Áhugahvöt, kvíði, markmiðasetning, slökun og spennustjórnun. Liðssamvinna, einbeiting, hugræn þjálfun.

•Siðfræði íþrótta.

•Reglur um lyfjanotkun, drengileg keppni, forvarnir.

•Íþróttameiðsli.

•Algengustu meiðsli, teipingar, lífgun, viðbrögð við ýmsum sérstökum tilfellum.



Námsmat

Verkefnaskil.



Námsefni

•Gjerset, Haugen, Holmstad o.fl. Þjálffræði. Iðnú 2020.



Sérgreinahluti 66,7%

•Að miklu leyti verklegt.

•Tækni.

•Leikfræði/taktík.

•Þjálfunaraðferðir.

•Skipulag.

•Reglur/mótafyrirkomulag.



Námsmat

•Skriflegt próf.

•Verkefnavinna.

•Verklegt próf.