Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.05.2024 - 27.05.2024

Ársþing ÍRB 2024

Ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB)...
25

Þjálfari 1

Átta vikna námskeið í fjarnámi.


Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 16 ár. Grunnskólapróf.


Skilgreining: Að loknu þessu stigi á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. Til þess þarf hann að hafa grundvallarþekkingu á líkamlegum og andlegum þroska barna og unglinga. Hann þarf að þekkja starfsemi líkamans auk helstu aðferða við kennslu. Þjálfarinn á að kunna helstu grunnatriði í tækni, leikfræði og reglum í séríþróttagrein.


 Uppbygging náms:
Námið skiptist í almennan hluta (50%) og sérgreinahluta (50%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 60 í almenna hlutanum og 60 í sérgreina-hlutanum.


Skipulag: Nám almennns hluta er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Vorönn, sumarönn og haustönn.Almennur hluti 50%

•Að mestum hluta bóklegt nám en verklegum tímum komið fyrir þar sem við á.

•Hlutverk þjálfarans – Kennslufræði.

•Framkoma, samskipti við börn og fullorðna, stjórnun, stefnuyfirlýsingar ÍSÍ, skipulag íþróttahreyfingarinnar.

•Aðferðir við tæknikennslu, jákvæð og neikvæð gagnrýni, skipulagning, framvinda í kennslu.

•Þroski.

•Líkamlegur þroski – vöxtur, sálrænn og félagslegur þroski. Fötluð börn og börn með sérþarfir.

•Starfsemi líkamans.

• Vöðvar, heiti þeirra og virkni.

  o.fl.


Námsmat

• Verkefni, lokaverkefni og úttekt á æfingum


Námsefni

•Gjerset, Haugen, Holmstad o.fl. Þjálffræði. Iðnú 2020.

• Bæklingar og/eða ítarefni frá kennara.

• Námskeiðsgögn eru innifalin í námskeiðsgjaldi 1. stigs.

• Myndbönd eru hluti af námsefni sem og greinar sem finna má á internetinu.Sérgreinahluti 50%

•Að mestum hluta verklegt (60-70%).*

•Tækni.*

•Leikfræði/taktík. *

•Skipulag æfingatíma. *

•Reglur/mótafyrirkomulag.*


Námsmat

•Skriflegt próf. *

•Verklegt próf. *


* = Í raun undir hverju sérsambandi ÍSÍ komið.


Ef 1. stig almenns hluta er kennt í staðnámi þá er því skipt upp í 1a, 1b og 1c.

Þjálfari 1a – Almennur hluti

Að loknu þessu stigi á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. Til þess þarf hann að hafa grundvallarþekkingu á líkamlegum og andlegum þroska barna og unglinga. Hann þarf að þekkja starfsemi líkamans auk helstu aðferða við kennslu.


Vinnulag: Fyrirlestrar, verkefnavinna og verkleg æfing.

Umfang:20 kennslust.


Þjálfari 1b – Almennur hluti

Námskeiðið er framhaldsnámskeið Almenns hluta 1a og er samræmt fyrir allar íþróttagreinar. Námskeiðið er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið er áfram að fjalla um þroskaferil barna, þ.e. vaxtarþroska og hreyfiþroska. Einnig er fjallað um undirstöðuatriði í kennslufræði, mikilvægi rétts mataræðis, fyrstu viðbrögð við íþróttameiðslum og fleira.

Nemandi sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjálfarastigs 1b hlýtur réttindi sem þjálfari hjá börnum 12 ára og yngri undir eftirliti yfirþjálfara.

Vinnulag:Fyrirlestrar, verkefnavinna og verkleg æfing.

Umfang:20 kennslust.

Þjálfari 1c – Almennur hluti

Námskeiðið er samræmt fyrir allar íþróttagreinar og er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um starfsemi líkamans og íþróttameiðsli. Farið verður yfir stefnu ÍSÍ í forvarnarmálum og einnig verður kynning á notkun tölvu- og upplýsingatækni við þjálfun. Þátttakandi verður að hafa lokið almennum hluta 1b til að komast á þetta námskeið.

Nemandi sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjáfarastigs 1c hlýtur réttindi sem þjálfari hjá börnum 12 ára og yngri.

Vinnulag: Fyrirlestrar, verkefnavinna og verkleg æfing.
Námsmat:Skriflegt próf úr efni fyrsta stigs (1a, 1b og 1c almennum hluta).

Umfang:20 kennslustundir


Allar frekari uppl. um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is og/eða í síma 514-4000.