Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Hugum að heilsunni #verumhraust

ISI_HJOL1_GUSKehf (Large)2.jpg (504171 bytes)
ISI_Hlaup3_GUSKehf (Large)2.jpg (465265 bytes)
1 (Large).jpg (92153 bytes)
ISI_Vinkonur_GUSKehf (Large)2.jpg (287177 bytes)
2 (Large).jpg (76671 bytes)
ISI_Hlaup4_GUSKehf (Large)2.jpg (553419 bytes)
ISI_HJOL2_GUSKehf (Large)2.jpg (552967 bytes)
5 (Large).jpg (78967 bytes)
ISI_Hlaup2_GUSKehf (Large)2.jpg (414713 bytes)
8.jpg (1128497 bytes)
 

Sumir hlutir fást ekki keyptir úti í búð, ekki einu sinni í nýjustu vefverslunum. Þar á meðal eru hreysti og heilsa.


Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ fer nú af stað með skilaboðin #verumhraust á samfélagsmiðlum. ÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana. Ótal aðferðir eru fyrir hendi, hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, utan dyra og innan, að viðhöfðum ítrustu sóttvörnum. Benda má á göngutúra, útihlaup, styrktaræfingar, stafagöngur, fjallaferðir, línuskauta, hjólreiðar, sjósund, heimajóga eða þolfimi, en listinn er sannarlega lengri.

Þegar takmörkunum á íþróttastarfsemi hefur verið aflétt hvetjum við landsmenn svo til að prófa hinar ýmsu greinar skipulagðrar íþróttastarfsemi, en innan ÍSÍ eru 33 sérsambönd og þar eru stundaðar yfir 50 viðurkenndar íþróttagreinar.

Hvatningarátakið #verumhraust er vissulega sett í gang vegna heimsfaraldurs. Yfirvöld heilbrigðismála hafa lagt á það ríka áherslu að þjóðin stundi almenna hreyfingu og að gott heilsufar skipti máli í orrustu við smitsjúkdóma – en átakið hefur ekki síður það langtímamarkmið að markviss hreyfing verði hluti af daglegu lífi sem allra, allra flestra.

Það má bæta heilsuna með því að þora, nenna og vilja. Athugaðu möguleikana í kringum þig, taktu tillit til eigin þarfa og getu og njóttu þess að beita kröftum, fimi og seiglu. Vellíðanin sem fylgir er óviðjafnanleg og betri heilsa eykur lífsgæði.
 

Verum hraust – og deilum myndrænni hvatningu undir #verumhraust á samfélagsmiðlum, svo allir hinir taki líka við sér.


ÍSÍ á Facebook

ÍSÍ á Instagram