Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Viðurkenndar íþróttagreinar

Viðurkenning íþrótta sem fá að starfa innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, er í höndum framkvæmdastjórnar ÍSÍ.

Við viðurkenningu íþróttar er meðal annars horft til þess hvort að um íþróttina er starfandi alþjóðasamband sem starfar undir reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni (WADA) og hefur hlotið viðurkenningu Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og alþjóða íþróttasamfélagsins. Einnig hvort að íþróttin er stunduð á öðrum Norðurlöndum og almennt í Evrópu, innan systursamtaka ÍSÍ og falli að lögum og reglum ÍSÍ og íþróttalögum. Eins er horft til aðstæðna hér á landi og aðstöðumála.

Íþróttir innan sérsambanda ÍSÍ:

Að öllu jöfnu eru allar undirgreinar (disciplines) í viðkomandi alþjóðasamböndum viðurkenndar af ÍSÍ ef búið er að viðurkenna eina grein innan þess sambands. Undantekningar geta þó verið á þeirri almennu reglu, til dæmis í tilfelli bardagaíþrótta eða í þeim greinum sem notast er við áhöld sem talist gætu hættuleg (vopn).

  • Akstursíþróttir (AKÍS) - Alþjóðasamband:  Fédération Internationale de l'Automobile (FIA)
  • Badminton (BSÍ) - Alþjóðasamband:  Badminton World Federation (BWF)
  • Blak (BLÍ) - Alþjóðasamband:  International Volleyball Federatioin (FIVB)
  • Bogfimi (BFSÍ) - Alþjóðasamband:  World Archery Federation
  • Borðtennis (BTÍ) - Alþjoðasamband:  International Table Tennis Federation (ITTF)
  • Dansíþróttir (DSÍ) - Alþjóðasamband:  World DanceSport Federation (WDSF)
  • Fimleikar (FSÍ) - Alþjóðasamband:  International Gymnastics Federatioin (FIG)
  • Frjálsíþróttir (FRÍ) - Alþjóðasamband:  World Athletics
  • Íslensk glíma (GLÍ) - 
  • Golf (GSÍ) - Alþjóðasamband:  International Golf Federation (IGF)
  • Handknattleikur (HSÍ) - Alþjóðasamband: International Handball Federation (IHF)
  • Hestaíþróttir (LH) - Alþjóðasamband: Fédération Equestre Internationale (FEI)
  • Hjólreiðaíþróttir (HRÍ) - Alþjóðasamband: Union Cycliste Internationale (UCI)
  • Íshokkí (ÍHÍ) - Alþjóðasamband:  International Ice Hockey Federation (IIHF)
  • Íþróttir fatlaðra (ÍF) - Alþjóðasamband: International Paralympic Committee og Special Olympics
  • Júdó (JSÍ)- Alþjóðasamband:  International Judo Federation (IJF)
  • Kayak (SÍL) - Alþjóðasamband: International Canoe Federation 
  • Karate (KAÍ) - Alþjóðasamband:  World karate Federation (WKF)
  • Keila (KLÍ) - Alþjóðasamband:  International Bowling Federation (IBF)
  • Klifur (KÍ) - Alþjóðasamband: International Federation of Sport Climbing (IFSC)
  • Knattspyrna (KSÍ) - Alþjóðasamband:  Féderation Internationale de Football Association (FIFA)
  • Kraftlyftingar (KRAFT) - Alþjóðasamband:  International Powerlifting Federation (IPF)
  • Körfuknattleikur (KKÍ) - Alþjóðasamband:  International Basketball Federation (FIBA)
  • Listskautar (ÍSS) - Alþjóðasamband:  International Skating Union
  • Ólympískar lyftingar (LSÍ) - Alþjóðasamband: International Weightlifting Federation (IWF)
  • Ólympískir hnefaleikar (HNÍ) - Alþjóðasamband: World Boxing
  • Róður (SÍL) - Alþjóðasamband:  World Rowing
  • Siglingar (SÍL) - Alþjóðasamband:  World Sailing
  • Skautahlaup (ÍSS) - Alþjóðasamband:  International Skating Union
  • Skíðaíþróttir (SKÍ) - Alþjóðasamband: International Ski and Snowboard Federation (FIS)
  • Skíðaskotfimi (SKÍ) - Alþjóðasamband: International Biathlon Union (IBU)
  • Skotíþróttir (STÍ) - Alþjóðasamband: International Shooting Sport Federation (ISSF)
  • Skylmingar (SKY) - Alþjóðasamband:  International Fencing Federation
  • Sund (SSÍ)- Alþjóðasamband:  World Aquatics
  • Taekwondo (TKÍ) - Alþjóðasamband:  World Taekwondo
  • Tennis (TSÍ) - Alþjóðasamband:  International Tennis Federation (ITF)
  • Vélhjóla- og snjósleðaíþróttir (MSÍ) - Alþjóðasamband: Féderation Internationale de Motocyclisme (FIM)
  • Þríþraut (ÞRÍ) - Alþjóðasamband:  World Triathlon

Viðurkenndar íþróttir sem ekki hafa náð þeirri útbreiðslu á Íslandi að stofnað hafi verið um þær sérsamband:

  • Aikido - Alþjóðasamband: International Aikido Federation
  • Amerískur fánafótbolti - Alþjóðasamband:  International Federation of American Football (IFAF)
  • Amerískur fótbolti - Alþjóðasamband:  International Federation of American Football (IFAF)
  • Bandý - Alþjóðasamband:  Internatonal Floorball Federation (IFF)
  • Fallhlífastökk - Alþjóðasamband:  World Air Sports Federation (FAI)
  • Fisflug - Alþjóðasamband: World Air Sports Federation (FAI)
  • Frisbííþróttir - Alþjóðasamband:  World Flying Disc Federation (WFDF)
  • Hafnabolti - Alþjóðasamband: World Baseball Softball Confederation (WBSC)
  • Hjólabretti - Alþjóðasamband:  World Skate
  • Hjólaskautaat (Roller Derby) - Alþjóðasamband:  World Skate
  • Jiu Jitsu (ekki Brazilian Jiu Jitsu) - Alþjóðasamband: Ju Jitsu International Federation (JJIF)
  • Krikket - Alþjóðasamband: International Cricket Council (ICC)
  • Krulla - Alþjóðasamband: World Curling
  • Mjúkbolti - Alþjóðasamband: World Baseball Softball Confederation (WBSC)
  • Padel - Alþjóðasamband: International Padel Federation
  • Pílukast - Alþjóðasamband:  International Dart Federation (IDF)
  • Rathlaup - Alþjóðasamband:  International Orienteering Federation (IOF)
  • Rugby 7 og 15 - Alþjóðasamband:  World Rugby
  • Sambó - Alþjóðasamband: International Sambo Federation (FIAS)
  • Skvass - Alþjóðasamband:  World Squash
  • Svifflug - Alþjóðasamband:  World Air Sports Federation (FAI)
  • Wushu  - viðurkenndar greinar:  Karlar: Changquan, NanQuan, Daoshu og Gunshu - Konur: Changquan, Tajiquan, Jianshu, Qiangshu - Alþjóðasamband:  International Wushu Federation (IWUF).