Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Heidursholl_Petur.jpg (250248 bytes)

Pétur Karl Guðmundsson 

Pétur Karl Guðmundsson, körfuknattleiksmaður, var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ þann 3. janúar árið 2015 þegar kjöri um Íþróttamann ársins 2014 var lýst.

Pétur Karl Guðmundsson er fæddur 30. október árið 1958 í Reykjavík. Hann var fyrstur evrópskra körfuknattleiksmanna til að vera valinn í NBA lið í nýliðavali. Það var árið 1981 sem hann var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins og samdi í kjölfarið við Portland Trail Blazers. Seinna lék hann með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs. Með Los Angeles Lakers spilaði Pétur með leikmönnum eins Kareem Abdul Jabbar og Magic Johnson.

Pétur, sem er 218 cm hár, var einnig atvinnumaður í Argentínu í stuttan tíma og á Englandi. Á Íslandi lék hann með Val, ÍR, Tindastóli og Breiðabliki og skoraði að meðaltali 21,7 stig í 82 leikjum. Hann lék 53 A-landsleiki, en megnið af sínum ferli var hann útilokaður frá landsliðinu samkvæmt reglum FIBA, rétt eins og aðrir atvinnumenn í íþróttinni. Pétur hefur einnig komið mikið að þjálfun félagsliða sem og þjálfun fyrir hávaxna leikmenn. Hávaxnir leikmenn hér heima hafa ávallt geta leitað til Péturs til að fá góðar ráðleggingar til að bæta sig sem leikmenn.

Í byrjun árs 2001 var Pétur kjörinn leikmaður 20. aldarinnar í karlaflokki af KKÍ og um leið leikmaður í liði aldarinnar.

Pétur á einstakan íþróttaferil að baki og er vel að útnefningunni kominn.

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Pétur Karl Guðmundsson í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Pétur Karl Guðmundsson.