Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.02.2026 - 21.02.2026

Ársþing SÍL

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
28

ÍSÍ á 114 ára afmæli í dag

28.01.2026

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fagnar í dag 114 ára afmæli sínu, en sambandið var stofnað 28. janúar 1912. Frá upphafi hefur ÍSÍ gegnt lykilhlutverki í að efla íþróttastarf í landinu og í rúma öld unnið markvisst að uppbyggingu íþróttalífsins í samstarfi við íþróttahéruð, sérsambönd, félög og fjölmarga sjálfboðaliða. Með sameiginlegu átaki hefur hreyfingin skapað þau tækifæri og þann kraft sem einkenna íþróttastarf landsins í dag.

Áfram verður unnið að því að skapa jákvæð og uppbyggjandi tækifæri fyrir iðkendur á öllum aldri.
ÍSÍ óskar íþróttahreyfingunni og landsmönnum öllum innilega til hamingju með daginn.