Íslenski hópurinn á Vetrarólympíuleikunum í Milano Cortina 2026
27.01.2026
Skíðasambands Íslands hefur valið keppendur og aðstoðarfólk á Vetrarólympíuleikana í Mílanó Cortína. Leikarnir verða settir þann 6. febrúar næstkomandi og lýkur 22. febrúar næstkomandi.
Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) fékk Ísland úthlutað fjórum kvótasætum á Vetrarólympíuleikana í Mílanó Cortína, þ.e. tvö í alpagreinum (karl og kona) og tvö í skíðagöngu (karl og kona). Alls er því um fjóra keppendur að ræða og hefur verið staðfest við FIS að Ísland muni nýta þann kvóta að fullu.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest val Skíðasambandsins.
Keppendurnir fjórir, ásamt fylgdarliði, eru:
Skíðaganga:
- Dagur Benediktsson, keppandi í 20 km skiptigöngu, sprettgöngu, 10 km með frjálsri aðferð og 50 km með hefðbundinni aðferð
- Kristrún Guðnadóttir, keppandi í sprettgöngu og 10 km með frjálsri aðferð
- Vegard Karlstrøm, þjálfari
Alpagreinar:
- Jón Erik Sigurðsson, keppandi í svigi og stórsvigi
- Elín Elmarsdóttir Van Pelt, keppandi í svigi og stórsvigi
- Kristinn Magnússon, þjálfari – alpagreinar kvenna
- Haukur Þór Bjarnason, þjálfari – alpagreinar karla
- Marko Spoljaric - þjálfari, alpagreinar karla
Aðrir þátttakendur:
-
Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ
-
Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ
-
Líney Rut Halldórsdóttir, aðalfararstjóri, staðsett í Predazzo
-
Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn Cortina
-
Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn Bormio
-
Sigurður Hauksson - flokkstjóri, alpagreinar kvenna
-
Brynja Þorsteinsdóttir - flokkstjóri, alpagreinar karla
-
Esben Tøllefsen - smurningsmaður, skíðaganga
-
Snorri Eyþór Einarsson - skíðaprófun og flokkstjórn, skíðaganga
-
Ólafur Th. Árnason - skíðaprófun og flokksstjórn, skíðaganga
-
Sigurður Nikulásson - aðstoðarþjálfari alpagreinar karla
Heilbrigðisteymi
-
Helgi Steinar Andrésson, sjúkraþjálfari í Cortina
-
Erlend Skippervik, sjúkraþjálfari í Predazzo
ÍSÍ hefur samið við heilbrigðisteymi Írlands og Danmerkur um heilbrigðisþjónustu í Bormio og Cortina en sjúkraþjálfari ÍSÍ mun á móti þjónusta keppendur Írlands og Danmerkur í Predazzo.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir er efst íslenskra kvenna í alpagreinum á stigalista og Ólympíulista Alþjóðaskíðasambandsins (FIS) en hún varð fyrir því óhappi að fótbrotna við æfingar í desember síðastliðnum. Vonir stóðu til að hún næði að keppa á leikunum þrátt fyrir meiðslin og hefur hún verið í stífri endurhæfingu síðustu vikurnar. Nú er hins vegar því miður ljóst, að mati sérfræðinga, að ekki er talið ráðlegt að hún keppi á Ólympíuleikunum. ÍSÍ óskar Hólmfríði Dóru alls góðs í bataferlinu og skjótrar endurkomu. ÍSÍ óskar öllum keppendunum góðs gengis á leikunum. Nánari upplýsingar um leikana er að finna hér
Keppendur á myndum frá vinstri: Kristrún Guðnadóttir, Elín Elmarsdóttir Van Pelt, Jón Erik Sigurðsson og Dagur Benediktsson


.jpg?proc=250x250)