Íris Elfa hefur verið ráðin kynningarstjóri ÍSÍ
05.01.2026
Íris Elfa Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarstjóri ÍSÍ. Hún er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.A. gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Hún býr yfir víðtækri reynslu á sviði stefnumótunar, markaðs- og kynningarmála. Hún leiddi innleiðingu nýrrar mörkunarstefnu Reykjavíkurborgar, verkefnastýrði markaðssetningu á Reykjavík sem áfangastað fyrir innlenda og erlenda ferðamenn hjá Höfuðborgarstofu og gegndi starfi markaðsstjóra hjá Icelandair Hotels um árabil.
Í nýju starfi sem kynningarstjóri mun Íris bera ábyrgð á kynningarmálum ÍSÍ og vinna að eflingu miðlunar og ímyndar sambandsins í samræmi við hlutverk og gildi íþróttahreyfingarinnar.
Við bjóðum Írisi hjartanlega velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í nýju hlutverki.