Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Karatefélag Akureyrar er Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

19.12.2025

Karatefélag Akureyrar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á beltaafhendingu og Grand Prix verðlaunaafhendingu félagsins í nýrri æfingaaðstöðu í Íþróttahöllinni á Akureyri fimmtudaginn 18. desember síðastliðinn.  Það var Viðar Sigurjónsson frá stjórnsýslusviði ÍSÍ sem afhenti Magnúsi Sigþórsssyni formanni félagsins viðurkenninguna.  Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri þau Rut Guðbrandsdóttir og Trausti Bergland úr stjórn félagsins, Viðar Sigurjónsson ÍSÍ, Magnús Sigþórsson, Randver Gunnar Ólafsson og Edgardo Parraquez Solar öll úr stjórn félagsins og Kristján Sturluson og Þóra Pétursdóttir svæðisfulltrúar á Norðurlandi eystra.  Alex Parraquez Solar og Freyja Rögnvaldsdóttir iðkendur hjá félaginu halda á fána Fyrirmyndarfélaga. 

„Karatefélag Akureyrar er mjög stolt af því að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.  Ferlið hefur verið mjög lærdómsríkt og gagnlegt fyrir starf félagsins.  Má þar nefna helst að halda utan um alla mikilvæga öryggisþætti sem tilheyra því að reka íþróttafélag", sagði Magnús Sigþórsson formaður félagsins af þessu tilefni