Ólympiueldur Vetrarólympíuleikanna tendraður
02.12.2025
Ólympíueldurinn fyrir Vetrarólympíuleikana í Mílanó Cortína 2026 var tendraður við sérstaka athöfn í Ólympíu í Grikklandi 26. nóvember síðastliðinn. Ferðast verður með eldinn um Grikkland áður en ferðast verður með hann til Ítalíu, gestgjafalands leikanna.
Kyndilhlaupið með eldinn um Ítalíu hefst í Róm 6. desember nk.þegar mánuður verður í Vetrarólympíuleikana. Hlaupið verður með kyndilinn 12.000 km um alla Ítalíu á leiðinni til Mílanó þar sem kyndillinn verður notaður til þess að tendra Ólympíueld leikanna á setningarhátíð þeirra 6. febrúar 2026.
Vetrarólympíuleikarnir munu standa yfir frá 6. - 22. febrúar 2026. Ísland mun eiga þátttakendur á leikunum en keppendahópurinn liggur ekki ennþá endanlega fyrir. Í Ólympíuhópi ÍSÍ fyrir leikana eru átta einstaklingar, eins og staðan er, sem allir stefna að þátttöku.