Ályktun um Friðarsáttmála Ólympíuhreyfingarinnar staðfest af SÞ
20.11.2025
Ályktun um Friðarsáttmála Ólympíuhreyfingarinnar (e. Olympic Truce) fyrir Vetrarólympíuleikana í Mílanó Cortína í febrúar 2026 var staðfest á 80. Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær, 19. nóvember.
Kirsty Coventry, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og Giovanni Malagó, IOC meðlimur og forseti undirbúningsnefndar Vetrarólympíuleikanna í Mílanó Cortína 2026 lýstu yfir ánægju sinni með samþykktina, sem samþykkt var samhljóða á þinginu, í ávörpum sínum á þinginu.
Í ályktuninni Allsherjarþings SÞ eru aðildarríkin hvött til að virða sáttmálann frá sjö dögyum fyrir upphaf Vetrarólympíuleikanna í Mílanó Cortina 2026 og þar til sjö dögum eftir að vetrar Paralympics lýkur, til að tryggja örugga för og þátttöku íþróttafólks og dómara.
Í ávarpi Kirsty Coventry, forseta IOC, ræddi hún um merkingu vopnahlésins og minnti aðildarríki SÞ á hvernig íþróttafólk á Ólympíuleikum endurspegla anda samveru í sundruðum heimi: „Um allan heim halda átök og sundrung áfram að valda ólýsanlegri þjáningu. Í slíkum heimi geta íþróttir og sér í lagi Ólympíuleikarnir, boðið upp á sjaldgæft rými þar sem fólk hittist ekki sem andstæðingar, heldur sem manneskjur af sama heimi. Þegar íþróttafólk kemur saman horfir það ekki þjóðerni, trúarbrögð eða bakgrunn. Það sér eingöngu annað íþróttafólk. Íþróttafólkið sýnir okkur hvernig mannkynið getur verið í sínu besta formi. Þetta er andi friðarsáttmálans, ákall um að leggja til hliðar það sem sundrar okkur og einbeita sér frekar að því sem sameinar okkur".
Mynd/IOC/Greg Martin