Íþróttafélagið Hamar Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
19.11.2025
Íþróttafélagið Hamar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á Hótel Örk í Hveragerði þriðjudaginn 18. nóvember síðastliðinn.
Kári Mímisson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ afhenti fulltrúum félagsins viðurkenninguna fyrir aðalstjórn og sjö deildir félagsins, badmintondeild, blakdeild, fimleikadeild, knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild, lyftingadeild og sunddeild.
Á hópmyndunum eru frá vinstri, Kári Mímisson, Þorsteinn T. Ragnarsson formaður Hamars, Helga Dögg Snorradóttir, Birgitta Ýr Sævarsdóttir, Einar Alexander Haraldsson, Magnús Tryggvason, Grétar Freyr Gunnarsson, Hrund Guðmundsdóttir og Valdimar Hafsteinsson. Guðjóna Björk Sigurðardóttir framkvæmdastjóri félagsins og Þorsteinn formaður eru svo á þriðju myndinni með viðurkenningu aðalstjórnar.
„Þetta eru tímamót í starfi Hamars og markmiði náð sem stefnt hefur verið að undanfarin ár. Því fylgir gleði, stolt og þakklæti að ná markmiðum“, sagði Þorsteinn T. Ragnarsson formaður Íþróttafélagsins Hamars af þessu tilefni.

