Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

17

Siglingaklúbburinn Nökkvi Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

17.11.2025

Siglingaklúbburinn Nökkvi fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á starfsdegi Siglingaklúbbsins laugardaginn 15. nóvember síðastliðinn.  Það var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ sem afhenti Tryggva Jóhanni Heimissyni formanni félagsins viðurkenninguna í fallegu veðri á svölum nýlegrar aðstöðu félagsins á Akureyri.  Á myndinni eru frá vinstri Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, Ísabella Sól Tryggvadóttir yfirþjálfari Nökkva, Tryggvi Jóhann Heimisson, Viðar Sigurjónsson og Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA.

„Skipulagið og undirbúningsvinnan sem fylgir því að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ styrkir félagsstarfsemina og gerir hana markvissari.  Þá auðveldar handbókin nýjum sjálfboðaliðum og stjórnarfólki að átta sig á hlutverkum sínum og starfi“, sagði Tryggvi formaður Nökkva af þessu tilefni.