Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Félagið lítur á slíka vottun sem lykilþátt

14.11.2025

Skíðafélag Akureyrar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á haustfundi SKA sem haldinn var á Múlabergi á Akureyri fimmtudaginn 13. nóvember síðastliðinn.  Það var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ sem afhenti Fannari Gíslasyni formanni félagsins viðurkenninguna.  Þetta var fyrsta endurnýjun félagsins á viðurkenningunni en félagið fékk fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2021.  Á myndinni eru frá vinstri, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, Viðar Sigurjónsson, Fannar Gíslason, Halla Sif Guðmundsdóttir varaformaður SKA og Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar.

„Það hefur verið Skíðafélaginu mikill heiður að starfa í samræmi við gildi viðurkenningarinnar og njóta ráðgjafar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í þeim málum sem upp hafa komið í starfinu, bæði innan sem utan vallar.  Skíðafélag Akureyrar lítur á slíka vottun sem lykilþátt í því að viðhalda öflugu íþróttastarfi sem byggir á virðingu og samstöðu, félaginu og félagsmönnum til heilla og framfara“ sagði Halla Sif Guðmundsdóttir varaformaður Skíðafélags Akureyrar af þessu tilefni.