Viltu vinna á skrifstofu ÍSÍ?
.png?proc=400x400) 31.10.2025
31.10.2025
Ertu aðilinn til að efla kynningarmál ÍSÍ og gera stafræna miðlun sambandsins aðgengilega og áhugaverða? Hefur þú brennandi áhuga á íþróttum?
ÍSÍ leitar að öflugum aðila til að sinna kynningar- og markaðsmálum á skrifstofu sambandsins í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Starfið felur í sér að miðla upplýsingum um starfsemi og viðburði, sjá um umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, auk þess að styðja við stefnumótun íþróttahreyfingarinnar í upplýsingamiðlun.
Viðkomandi mun bera ábyrgð á samfélagsmiðlum ÍSÍ og vinna að því að efla ásýnd og ímynd íþróttahreyfingarinnar, bæði innan hreyfingarinnar og út á við. Starfið krefst góðra samskipta við sambandsaðila ÍSÍ, auglýsingastofur og fjölmiðla, og felur einnig í sér þátttöku í verkefnum sem ÍSÍ sendir íþróttafólk á, svo sem Ólympíuleikum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Efla og vinna að ásýnd og ímynd ÍSÍ
- Ábyrgð á samfélagsmiðlum og vefsíðu ÍSÍ
- Samskipti við fjölmiðla og auglýsingaaðila
- Umsjón með kynningarefni tengdu Ólympíuleikum og öðrum verkefnum
- Mótun kynningar- og samskiptaáætlunar og önnur tilfallandi verkefni
- Styðja við sambandsaðila ÍSÍ varðandi miðlun efnis
- Útgáfa og efnisumsjón
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða starfsreynsla sem nýst getur í starfinu
- Háskólamenntu á sviði fjölmiðlafræða, samskipta, markaðsfræða eða skyldra greina er kostur sem og menntun á sviði kvikmynda-, fjölmiðla- eða grafískrar hönnunar
- Reynsla af fjölmiðlasamskiptum, almannatengslum og skrifuðum texta
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti, sem og textagerð
- Skipulagshæfni, frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi
- Þekking á samfélagsmiðlum og stafrænum miðlunarleiðum, og hæfni til að nýta þau á áhrifaríkan hátt
- Fagmennska og góð samskiptahæfni, bæði innan íþróttahreyfingarinnar og í samskiptum við fjölmiðla og samstarfsaðila
- Góð tölvukunnátta og þekking á helstu forritum sem nýtast í miðlun og efnisvinnslu
- Reynsla af störfum innan íþróttahreyfingarinnar er kostur en ekki nauðsyn
Um 100% starf er að ræða. Umsóknarfrestur er til 9. nóvember: Kynningar- og markaðsmál - ÍSÍ - Hagvangur
Nánari upplýsingar veita Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ - andri@olympic.is og Sverrir Briem, ráðgjafi hjá Hagvangi - sverrir@hagvangur.is
Í
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) eru stærstu félagasamtök á Íslandi með yfir 210.000 félagsmenn. Innan ÍSÍ starfa 34 sérsambönd, 25 íþróttahéruð, yfir 420 íþrótta- og ungmennafélög og yfir 800 deildir á þeirra vegum. ÍSÍ er æðsti aðili hinnar frjálsu íþróttastarfsemi á Íslandi samkvæmt Íþróttalögum 64/1998. Skrifstofur ÍSÍ eru í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á Akureyri.
